Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einn af fremstu dómurum Noregs kominn úr skápnum
Hagen dæmdi 16-liða úrslitaleik Manchester City gegn Sporting CP á Etihad leikvanginum í mars 2012. Sergio Agüero gerði tvennu og Mario Balotelli eitt fyrir City sem datt úr leik á útivallarmörkum.
Hagen dæmdi 16-liða úrslitaleik Manchester City gegn Sporting CP á Etihad leikvanginum í mars 2012. Sergio Agüero gerði tvennu og Mario Balotelli eitt fyrir City sem datt úr leik á útivallarmörkum.
Mynd: Getty Images
Tom Harald Hagen hefur verið einn af fremstu dómurum Noregs í mörg ár. Hann er 42 ára gamall og er FIFA dómari og enn virkur dómari í efstu deild norska boltans, þar sem hann hefur dæmt í rúman áratug.

Fjölmiðlar í Noregi greindu frá því í gær að Hagen væri kominn úr skápnum. Hagen sjálfur segist löngu vera kominn úr skápnum, bara aldrei í fjölmiðlum.

Hagen er fyrsta stóra nafnið í norska knattspyrnuheiminum sem kemur úr skápnum og vill hann setja fordæmi fyrir aðra sem gætu verið í sömu hugleiðingum.

„Þetta hefur alltaf verið algjörlega eðlilegt fyrir mig. Ég hef verið að hugsa um að opinbera kynhneigð mína og fannst tíminn vera réttur. Ég hef verið með kvenmönnum án þess að tilkynna það. Ég hef verið með karlmönnum án þess að tilkynna það," segir Hagen, sem vill vera fyrirmynd fyrir yngri dómara.

Hagen á 27 leiki að baki í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni auk 7 landsleikja í undankeppnum fyrir HM og EM.

Hann hefur meðal annars dæmt leiki hjá félagsliðum á borð við AC Milan, Valencia, Porto og Leverkusen og landsliðum á borð við Portúgal og Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner