Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. október 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Jafnt í fyrsta leik Jökuls - Fær Daníel Leó næsta leik?
Tveir fengu rautt hjá Blackpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leyton Orient og Exeter gerðu 1-1 jafntefli í ensku D-deildinni í dag. Leyton Orient komst yfir snemma leiks en gestirnir í Exeter jöfnuðu snemma í seinni hálfleik.

Jökull Andrésson varði mark Exeter í leiknum en hann gekk í raðir félagsins á neyðarláni frá Reading fyrr í dag. Neyðarlán heitir það vegna þess að það kemur til vegna fjarveru markvarða félagsins og á sér stað utan félagaskiptagluggans.

Exeter mætir Carlisle um helgina og Morecambe eftir viku, lánið gildir í sjö daga. Exeter er í 6. sæti deildarinnar eftir níu umferðir.

Blackpool, liðið sem Daníel Leó Grétarsson er á mála hjá, tapaði í kvöld á útivelli gegn Wimbledon í ensku C-deildinni. Daníel Leó var ónotaður varamaður annan leikinn í röð. Eina mark leiksins kom á 13. mínútu leiksins.

Blackpool er með sjö stig eftir níu umferðir. Liðið situr í 18. sæti eins og stendur. Tveir leikmenn fengu rauða spjaldið hjá Blackpool og annar þeirra miðvörðurinn Daniel Ballard. Daníel spilar yfirleitt sem miðvörður svo spurning hvort hann muni fá tækifæri í næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner