Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvelt að segja það núna en ég var ekki að skjóta á Hemma"
Guðmundur Magnússon í leik með ÍBV tímabilið 2019.
Guðmundur Magnússon í leik með ÍBV tímabilið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro Hipolito.
Pedro Hipolito.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Á ég að þora fara þangað? Kannski að einhver segi mér að hoppa upp í rassgatið á mér aftur," sagði Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, í Innkastinu þegar hann var spurður út í Twitter-færslu sem hann setti inn í júlí.


Gummi setti inn færslu eftir tólfta leik ÍBV í deildinni og þá var liðið án sigurs. Þjálfari liðsins, Hermann Hreiðarsson, náði að breyta gengi liðsins og hélt liðinu uppi. Pedro Hipolito, sem þjálfaði ÍBV á sínum tíma, var látinn fara eftir ellefu leiki. Gummi vísaði í hans brottrekstur frá ÍBV í færslu sinni.

„Það er auðvelt að segja það núna en ég var ekki að skjóta á þjálfarann. Hemmi er geggjaður karakter. Minn maður Pedro fékk stígvélið á svipuðum tímapunkti og ég var að benda á að þetta væri sama staða. Þessu var alls ekki beint að Hemma Hreiðars," sagði Gummi í Innkastinu.

Mikill Pedro Hipolito maður
Gummi lék undir stjórn Pedro bæði hjá Fram (2017-18) og ÍBV (2019) og er Pedro í miklum metum hjá Gumma.

„Við tölum reglulega saman, það hafa verið einhverjar persónulegar ástæður fyrir því að hann er ekki búinn að vera í þjálfun að undanförnu."

„Eins og margir leikmenn sem hafa verið hjá honum segja þá er þetta hörku þjálfari. Hann er með grunn frá Portúgal, er gífurlega metnaðarfullur, veit nákvæmlega hvernig hann vill spila og er taktískur. Þegar ég kom upp yngri flokkana þá er ekki mikil taktík í yngri flokkunum á Íslandi sem kannski ýtir undir að þegar hann kemur og vill vera með rosa taktík þá séu menn ekki tilbúnir í það og hafi ekki skilning á því. Pedro gerði fullt fyrir mig, kom um mitt tímabilið 2017, ég var ekki búinn að skora með Fram það ár en skora eftir það sjö mörk í deildinni. Ég held svo áfram í næsta tímabil þar sem ég skora átján mörk í deildinni. Hann kenndi mér margt og kom miklu sjálfstrausti inn í mig. Eftir að ég komst í kynni við hann er ég klárlega betri leikmaður,"
sagði Gummi.
Innkastið - Gummi girnist gullskóinn
Athugasemdir
banner
banner
banner