Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. nóvember 2021 12:40
Aksentije Milisic
„Carrick átti að stýra United út tímabilið"
Mynd: Getty Images
Andrei Kanchelskis, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að félagið sé að gera mistök með því að ráða Ralf Rangnick sem stjóra út tímabilið.

Michael Carrick stýrði United í leiknum gegn Villareal í miðri viku og þá verður hann einnig við stýrið í leiknum á morgun gegn Chelsea.

Eftir þann leik er sterklega búist við því að Rangnick taki við liðinu. Margir eru sáttir við þessa ráðningu hjá félaginu en Kanchelskis er ekki sammála.

„Ég veit að Rangnick er með gott orðspor og hann hefur veitt stórum stjórum innblástur eins og Klopp, Tuchel og Nagelsmann með þessum hápressu fótbolta," sagði Kanchelskis.

„Hér í Rússlandi þá hefur hann ekki gert rosalega miklar breytingar hjá Lokomotiv Moskvu sem yfirmaður fótboltamála."

„Carrick hefði átt að fá að stýra liðinu út tímabilið. Það virðist hins vegar ekki vera gerast en vonandi fer liðið að snúa blaðinu við og að þetta sé upphafið að einhverju góðu," sagði Andrei.

Talið er að fyrsti leikur Rangnick hjá United verði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner