Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. nóvember 2021 15:40
Aksentije Milisic
Tottenham íhugar að bjóða í Zaniolo
Mynd: Getty Images
Tottenham er að fylgjast með gangi mála hjá Nicolo Zaniolo en hann á enn eftir að framlengja samning sinn við AS Roma á Ítalíu.

Samningur Zaniolo við Roma rennur út eftir tímabilið 2023-24 en Roma vill framlengja samning hans um tólf mánuði.

Samkvæmt Calciomercato, þá hafa samningsviðræður hins vegar staðnað og fylgist Tottenham vel með. Antonio Conte og Fabio Paratici hafa lengi verið aðdáendur leikmannsins.

Sagt er að Tottenham gæti hrætt Roma með því að gera tilboð í leikmanninn strax í janúar glugganum. Hinn 22 ára gamli Zaniolo hefur verið óheppinn með meiðsli en hann hefur slitið krossband í tvígang.

Roma hefur engan áhuga á að selja leikmanninn en hann skoraði mark í miðri viku gegn Zorya í Sambandsdeildinni.

Skrifað hefur verið um það að Mourinho og Zaniolo hafi rifist á æfingu en leikmaðurinn ku hafa verið ósáttur með að Portúgalinn spili honum ekki í réttri stöðu.

Þá hefur hann verið á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum en í heildina hefur hann byrjaði inn á í tíu af þrettán deildarleikjum Rómverja á tímabilinu.
Athugasemdir
banner