Það komu þónokkrar íslenskar fótboltakonur við sögu í leikjum dagsins með félagsliðum sínum. Sveindís Jane Jónsdóttir lék til að mynda 90 mínútur í sannfærandi sigri Wolfsburg en tókst ekki að koma sér á blað.
Wolfsburg heimsótti Köln og skoraði fjögur mörk, þar af þrjú í fyrri hálfleik. Marina Hegering og Alexandra Popp skiptu mörkunum jafnt á milli sín.
Wolfsburg er á toppi þýsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta umferðir.
Þá var Glódís Perla Viggósdóttir á sínum stað í liði FC Bayern sem lagði Essen að velli með mörkum frá Lina Magull og Franziska Kett.
Bayern er í þriðja sæti með 19 stig en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahópinum í dag.
Köln 0 - 4 Wolfsburg
0-1 Marina Hegering ('31)
0-2 Alexandra Popp ('33)
0-3 Marina Hegering ('45)
0-4 Alexandra Popp ('69)
FC Bayern 2 - 0 Essen
1-0 Lina Magull ('28)
2-0 Franziska Kett ('90)
Á Englandi skoraði Dagný Brynjarsdóttir af vítapunktinum í 2-0 sigri West Ham gegn Birmingham í deildabikarnum.
Deildabikar kvenna hefst á riðlakeppni og er West Ham með fimm stig eftir tvær umferðir. Tvö stig fást fyrir sigur eftir vítaspyrnukeppni ef staðan er jöfn eftir venjulegan leiktíma.
Liverpool lagði Blackburn að velli í deildabikarnum í dag með einu marki gegn engu á meðan Manchester City fór létt með Sunderland og Tottenham rúllaði yfir Coventry United.
West Ham 2 - 0 Birmingham
1-0 K. Longhurst ('12)
2-0 Dagný Brynjarsdóttir ('75, víti)
Að lokum gerði Juventus 1-1 jafntefli við Como í ítalska boltanum en Sara Björk Gunnarsdóttir er fjarverandi vegna meiðsla.
Jafnteflið er óvænt og er Juve núna sex stigum eftir toppliði AS Roma á meðan fallbaráttulið Como er sátt við gott stig á útivelli.
Juve, sem fyrir tímabilið var búist við að myndi vinna Ítalíumeistaratitilinn, situr óvænt í öðru sæti með 21 stig eftir 10 umferðir.
Juventus 1 - 1 Como