Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 27. nóvember 2023 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Þrjú ensk úrvalsdeildarfélög vilja samherja Alberts
Radu Dragusin
Radu Dragusin
Mynd: EPA
Arsenal, Newcastle United og Tottenham eru öll að fylgjast með Radu Dragusin, leikmanni Genoa á Ítalíu.

Dragusin er 21 árs gamall miðvörður og kemur frá Rúmeníu en hann hefur átt gott tímabil til þessa.

Hann var á mála hjá Juventus áður en Genoa fékk hann á láni fyrir síðustu leiktíð. Félagið fékk hann alfarið yfir í janúar.

Samkvæmt umboðsmanni leikmannsins eru þrjú ensk úrvalsdeildarfélög að ræða við hann um Dragusin.

„Ég hef verið í Lundúnum í einhvern tíma og átt nánast því vikulega fundi með mikilvægum félögum. Við erum að færast nær, en ég hef talað við Newcastle, Arsenal og Tottenham. Ég hef átt í viðræðum við þau. Það eru líka önnur félög að spyrjast fyrir um hann,“ sagði umboðsmaður hans.

Stór félög hafa áhuga á nokkrum leikmönnum Genoa, þar á meðal Alberti Guðmundssyni. Juventus, Napoli og Milan hafa öll verið að skoða hann og þá er ítalski landsliðsframherjinn Mateo Retegui og danski miðjumaðurinn Morten Frendrup einnig undir smásjá stórliða.
Athugasemdir
banner
banner