Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 15:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Albert sýknaður í Landsrétti
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina, var sýknaður í Landsrétti.

Albert var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra af ákæru fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis.

Dómnum var áfrýjað en dómur var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í Landsrétti í dag.

Sýknun var niðurstaða tveggja dómara Landsréttar af þremur en einn þeirra skilaði sératkvæði og vildi sakfella.

Vísir greinir frá og segir að Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts, sé ánægður með dóminn og segir að niðurstaðan sé lögfræðilega rétt. Að hans mati hefði aldrei átt að ákæra í málinu, hvað þá áfrýja því.
Athugasemdir
banner
banner