Heimild: Vísir
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina, var sýknaður í Landsrétti.
Albert var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra af ákæru fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis.
Dómnum var áfrýjað en dómur var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í Landsrétti í dag.
Albert var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra af ákæru fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis.
Dómnum var áfrýjað en dómur var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í Landsrétti í dag.
Sýknun var niðurstaða tveggja dómara Landsréttar af þremur en einn þeirra skilaði sératkvæði og vildi sakfella.
Vísir greinir frá og segir að Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts, sé ánægður með dóminn og segir að niðurstaðan sé lögfræðilega rétt. Að hans mati hefði aldrei átt að ákæra í málinu, hvað þá áfrýja því.
Athugasemdir



