Spænski stjórinn Mikel Arteta var hæstánægður með frammistöðu Arsenal í 3-1 sigrinum á Bayern München í Meistaradeild Evrópu í gær.
Arsenal er heitasta lið Evrópu um þessar mundir og erfitt að sjá eitthvað lið stöðva Skytturnar á tímabilinu.
Það er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni, en Arteta gæti ekki verið ánægðari með sína menn.
„Heildarframmistaðan og hvernig við vorum með yfirráð í leiknum. Þessi leikur þurfti aðra vídd og vorum við, hver um sig, stórkostlegir.“
„Þetta mun færa liðinu meira sjálfstraust til leikmanna. Við gerðum breytingar og leikmennirnir spiluðu frábærlega. Ég er ótrúlega ánægður. Mér fannst við frábærir.“
„Það var mjög mikilvægt að fá Madueke, Martinelli og Ödegaard aftur. Áhrifin sem leikmennirnir eru að sýna eru eftirtektarverð,“ sagði Arteta.
Verður þetta tímabilið sem Arsenal mun loks vinna Meistaradeildina?
„Ég veit það ekki. Við ætlum að njóta kvöldsins (gærkvöldsins) og byrja að undirbúa okkur fyrir helgina. Það er enn langt í land,“ sagði Arteta.
Athugasemdir



