Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fim 27. nóvember 2025 18:50
Brynjar Ingi Erluson
Björg Gunnlaugs í Þrótt (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Þróttur R.
Björg Gunnlaugsdóttir er gengin í raðir Þróttar frá FHL, en þetta kemur fram í tilkynningu Þróttara í dag.

Björg er fædd árið 2006 og spilaði 21 leik með FHL í Bestu deildinni í sumar.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 112 leiki og skorað 27 mörk í öllum keppnum með FHL.

Einnig hefur hún spilað sjö landsleiki með yngri landsliðum Íslands og nú síðast í 2-1 sigri U19 ára landsliðsins á Skotlandi í febrúar.

Björg hefur samið við Þrótt og er hún í skýjunum með félagaskiptin.

„Að ganga til liðs við Þrótt er spennandi skref fyrir mig, ég hef séð hversu öflugt starfið er hér og ég hlakka ótrúlega mikið til að spila í Laugardalnum, hitta hópinn og leggja mitt af mörkum á vellinum,“ sagði Björg við undirskrift.

Hún er yngri systir Íslands- og bikarmeistarans Áslaugar Mundu sem á 21 landsleik að baki með A-landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner