Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópu: Daníel Tristan byrjar gegn Forest - Albert fremstur hjá Fiorentina
Daníel Tristan byrjar gegn Forest
Daníel Tristan byrjar gegn Forest
Mynd: Malmö FF
Albert Guðmunds er í liði Fiorentina
Albert Guðmunds er í liði Fiorentina
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Evrópudeildin og Sambandsdeild Evrópu heldur áfram í kvöld en nokkrir Íslendingar byrja inn á í leikjunum sem hefjast klukkan 20:00.

Daníel Tristan Guðjohnsen er fremstur hjá Malmö sem heimsækir Nottingham Forest í Evrópudeildinni. Arnór Sigurðsson er ekki með vegna meiðsla.

Sean Dyche gerir sjö breytingar á liði Forest. Morgan Gibbs-White er ekki með Forest í kvöld.

Byrjunarlið Forest gegn Malmö: Victor, Morato, Murillo, Milenkovic, Abbott, Sangare, Dominguez, Yates, McAtee, Hudson-Odoi, Kalimuendo

Sverrir Ingi Ingason er í vörninni hjá Panathinaikos sem spilar við Sturm Granz í Evrópudeildinni og þá er Kolbeinn Birgir Finnsson á bekknum hjá Utrecht gegn Betis.

Guðmundur Þórarinsson byrjar hjá Noah gegn Aberdeen, en Kjartan Már Kjartansson er ekki með Aberdeen. Liðin eigast við í Sambandsdeildinni.

Albert Guðundsson er fremstur hjá Fiorentina gegn AEK Aþenu.

Ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace heimsækja Strasbourg í Frakklandi.

Jean-Philippe Mateta er fremstur og þá er Marc Guehi á sínum stað í vörninni. Ben Chilwell er á bekknum hjá Strasbourg.

Byrjunarlið Palace gegn Strasbourg: Henderson; Canvot, Lacroix, Guehi; Munoz, Hughes, Lerma, Mitchell; Sarr, Mateta, Pino.
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Evrópudeild UEFA
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner