Fram hefur krækt í Brookelynn Paige Entz en hún kemur til félagsins frá Grindavík/Njarðvík. Hún er öflugur sóknarsinnaður leikmaður sem hefur spilað síðustu fjögur tímabil á Íslandi.
Hún varð Íslandsmeistari með Val 2022 og lék svo með HK 2023-24. Á síðasta tímabili lék hún svo með Grindavík/Njarðvík og hjálpaði liðinu að fara upp úr Lengjudeildinni. Hún hefur verið í liði ársins í Lengjudeildinni þrjú ár í röð.
Hún á að baki 49 leiki í B-deild og hefur í þeim skorað 29 mörk. Hún skoraði eitt mark í ellefu deildarleikjum með Val.
Hún er fyrsti leikmaðurinn sem Fram fær í vetur. Anton Ingi Rúnarsson tók við sem þjálfari liðsins í upphafi mánaðar.
Hún varð Íslandsmeistari með Val 2022 og lék svo með HK 2023-24. Á síðasta tímabili lék hún svo með Grindavík/Njarðvík og hjálpaði liðinu að fara upp úr Lengjudeildinni. Hún hefur verið í liði ársins í Lengjudeildinni þrjú ár í röð.
Hún á að baki 49 leiki í B-deild og hefur í þeim skorað 29 mörk. Hún skoraði eitt mark í ellefu deildarleikjum með Val.
Hún er fyrsti leikmaðurinn sem Fram fær í vetur. Anton Ingi Rúnarsson tók við sem þjálfari liðsins í upphafi mánaðar.
Tilkynning Fram
Það eru mikil gleðitíðindi að geta tilkynnt að Brookelynn mun spila með FRAM í Bestu Deildinni á næstu leiktíð! Hún er ekki ókunn íslenska boltanum en undanfarin ár hefur hún spilað með Val, HK og Grindavík/Njarðvík - þar hefur hún sýnt gæði sín á vellinum aftur og aftur.
Brookelynn kemur með kraft, fagmennsku og mikla hæfileika inn í hópinn og getum við ekki beðið að sjá hana í bláu treyjunni á næsta tímabili!
Velkomin í FRAM Brookelynn
Athugasemdir



