Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 22:57
Brynjar Ingi Erluson
„Hræddur við að senda boltann í þessu neikvæða andrúmslofti“
Mynd: EPA
Edin Dzeko, framherji Fiorentina, hefur kallað eftir stuðningi frá stuðningsmönnum félagsins öðruvísi geti liðið ekki komist aftur á sigurbraut.

Fiorentina tapaði fyrir AEK, 1-0, í Sambandsdeildinni í kvöld en liðið er nú án sigurs í sjö leikjum.

Það hefur aðeins unnið tvo leiki allt tímabilið en báðir sigrarnir komu í Sambandsdeildinni.

Dzeko, sem er einn af reyndustu mönnum liðsins, hefur viðurkennt að neikvæða andrúmsloftið sé ekki að hjálpa leikmönnum liðsins, en stuðningsmenn hafa gert í því að baula á leikmenn.

„Við erum að spila ömurlega en ég vil að stuðningsmenn sýni okkur stuðning þegar við spilum heima. Þetta er ekki eðlilegt og þegar einhver gerir mistök þá byrjar baulið. Ungu strákarnir þurfa meiri stuðning.“

„Ég þori varla að senda boltann í þessu neikvæða andrúmslofti,“
sagði Dzeko.
Athugasemdir
banner
banner