Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   fim 27. nóvember 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kimmich með létt skot á Arsenal
Mynd: EPA
Arsenal vann sanngjarnan og öruggan sigur á Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gær, lokatölur urðu 3-1 fyrir heimamenn á Emirates. Staðan var 1-1 í hálfleik en Noni Madueke og Gabriel Martinelli tryggðu Arsenal sigurinn með mörkum í seinni hálfleik.

Joshua Kimmich er lykilmaður í liði Bayern og hann var spurður hvort Arsenal væri besta liðið sem hann hefði spilað við á tímabilinu.

„Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst PSG hafa verið erfiðasti andstæðingurinn, sérstaklega út frá hvernig þeir spila fótbolta. Arsenal er allt öðruvísi. Þeir reiða sig á föst leikatriði. Þeir elska að spila langar sendingar, þeir elska að berjast um seinni bolta, þetta var allt öðruvísi leikur," sagði Kimmich.

„Á móti PSG var þetta meiri fótboltaleikur. Í dag snerist þetta minna um fótbolta, heldur meira um leikstjórn og návígin."

„Sigurinn var verðskuldaður, en við þurfum að læra af þessum leik,"
sagði Kimmich.

Tapið í gær var það fyrsta hjá Bayern. Liðið hafði unnið alla leiki tímabilsins nema einn þar til kom að leiknum í gær. Liðið vann 1-2 útisigur á PSG í byrjun mánaðar þar sem liðið leiddi 0-2 í leikhléi en lék seinni hálfleikinn án Luis Díaz sem fékk rauða spjaldið eftir að hafa skorað bæði mörk Bayern. Hann tók út leikbann í gær.
Athugasemdir