Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   fim 27. nóvember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Sá yngsti til að skora í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjunum
Mynd: EPA
Þýska ungstirnið Lennart Karl skoraði annan byrjunarliðsleikinn í röð með Bayern München í Meistaradeild Evrópu í gær og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.

Karl er aðeins 17 ára gamall en hefur komið með stormi inn í lið Bæjara á þessari leiktíð.

Hann skoraði eina mark liðsins í 3-1 tapinu gegn Arsenal í gær sem var annað mark hans í öðrum byrjunarliðsleiknum í Meistaradeildinni.

Þjóðverjinn er sá yngsti í sögu Meistaradeildarinnar til að ná þessu í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjunum.

Karl hefur komið að sex mörkum í fimmtán leikjum með Bayern á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner