Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 27. desember 2013 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir á leið til Jitex
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, sem hefur verið í lykilhlutverki í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar undanfarin ár er við það að semja við Jitex í sænsku úrvalsdeildinni en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Soffía, sem er 25 ára gömul, æfði með Jitex í desember en hún er á leið í nám í Gautaborg eftir áramót.

Hún hefur sjálf komist að samkomulagi við Jitex en sænska félagið á eftir að ganga frá samningum við Stjörnuna.

Hún hefur verið partur af A-landsliði kvenna undanfarið ár og var þá partur af hópnum sem komst í 8-liða úrslit Evrópumótsins í sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner