Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 16:47
Elvar Geir Magnússon
Valur gerði tilboð í Oliver Heiðars
Oliver var besti leikmaður Lengjudeildarinnar.
Oliver var besti leikmaður Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gerði Valur tilboð í Oliver Heiðarsson, hinn kraftmikla sóknarmann ÍBV, rétt fyrir jólin.

Oliver var valinn besti leikmaður Lengjudeildarinnar síðasta sumar. Hann endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fjórtán mörk og hjálpaði ÍBV upp í Bestu deildina.

Valur hefur áhuga á að fá hann í sínar raðir. Fyrsta tilboði félagsins var hafnað en það er annað komið á borðið.

Oliver er 23 ára og er samningsbundinn ÍBV út 2025. Ljóst er að ÍBV vill alls ekki missa hann en Þorlákur Árnason, nýr þjálfari ÍBV, var í viðtali í október og sagðist ætla að byggja sóknarleikinn í kringum hann.

„Hann skoraði ekki mikið í FH í efstu deild en ég held að hann eigi eftir að vera mjög sterkur á næsta ári. Stundum er gott að fara aðeins til baka, sanna sig og fá sjálfstraust. Ég reyni svolítið að móta sóknarleikinn í kringum hann," sagði Þorlákur.
Athugasemdir
banner
banner