Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. janúar 2020 16:34
Elvar Geir Magnússon
Alexander Freyr gengur alfarið í HK (Staðfest)
Alexander Freyr Sindrason.
Alexander Freyr Sindrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Alexander Freyr Sindrason hefur samið við HK til næstu tveggja ára.

Hann kom til HK að láni frá Haukum um mitt síðastliðið sumar og lék þá sex leiki í Pepsi Max-deildinni.

Alexander, sem er 26 ára, á að baki 127 leiki í deild og bikar, flesta með Haukum, og hefur skorað í þeim sex mörk.

„Boltinn er bara svona. Ég fann að það var kominn tímapunktur fyrir mig að skoða eitthvað nýtt. Ég sé ekki eftir því í dag, mér líður mjög vel í HK. Geggjaður klúbbur," sagði Alexander í viðtali í september.

Það var líf og fjör á skrifstofu HK í dag en áður tilkynnti félagið að Atli Arnarson og Bjarni Gunnarsson framlengdu samninga sína.

HK hafnaði í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra en liðið var þá nýliði í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner