Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 22. september 2019 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Freyr: Mér líður mjög vel í HK - Geggjaður klúbbur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tillfinningin er ekkert sérstök, leiðinlegt að missa þetta niður í jafntefli, ekki góð tilfinning, sagði Alexander Freyr Sindrason, leikmaður HK, eftir 1-1 jafntefli við ÍA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Lestu um leikinn: HK 1 - 1 ÍA.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst holningin vera þannig að við myndum ekki missa þetta niður en svona er boltinn. Þeir byrja að dæla boltum inn í en við erum með þannig lið að við eigum að ráða við."

„Svo fá þeir vítaspyrnudóm sem ég veit ekki alveg með, það er ástæðan að leikurinn endar í jafntefli."

Alexander fékk fínt færi eftir aukaspyrnu í fyrri hálfleik og náði skoti á markið en lág eftir í kjölfarið.

„Ég hitti boltann vel en fæ löppina á ÍA manni í mig. Hann (dómarinn) metur það þannig að ég hitti boltann vel og það sé ekki víti út af því. Ég þekki þetta ekki alveg nógu vel þannig ég ætla að segja pass."

Alexander yfirgaf Hauka á miðju tímabili og þótti mörgum félagaskiptin óvænt. Alexander var spurður út í vistaskiptin.

„Boltinn er bara svona. Ég fann að það var kominn tímapunktur fyrir mig að skoða eitthvað nýtt. Ég sé ekki eftir því í dag, mér líður mjög vel í HK. Geggjaður klúbbur."

Fréttaritari þjarmaði meira að Alexander og spurði hann út í hvort að ef núverandi þjálfari Hauka, Luka Kostic, hefði verið með Hauka á þeim tímapunkti hvort Alexander hefði haldið áfram í Haukum.

„Ég veit það ekki, fótboltinn er sérstakur, ég get ekki sagt til um það. Það hefði ekki þýtt það endilega að ég hefði verið með þeim. Ég ákvað að skipta um og þannig er það."

„Ég mætti á leikinn í gær og studdi liðið. Það var leiðinlegt að sjá liðið falla.


Athugasemdir
banner