Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 22. september 2019 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Freyr: Mér líður mjög vel í HK - Geggjaður klúbbur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tillfinningin er ekkert sérstök, leiðinlegt að missa þetta niður í jafntefli, ekki góð tilfinning, sagði Alexander Freyr Sindrason, leikmaður HK, eftir 1-1 jafntefli við ÍA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Lestu um leikinn: HK 1 - 1 ÍA.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst holningin vera þannig að við myndum ekki missa þetta niður en svona er boltinn. Þeir byrja að dæla boltum inn í en við erum með þannig lið að við eigum að ráða við."

„Svo fá þeir vítaspyrnudóm sem ég veit ekki alveg með, það er ástæðan að leikurinn endar í jafntefli."

Alexander fékk fínt færi eftir aukaspyrnu í fyrri hálfleik og náði skoti á markið en lág eftir í kjölfarið.

„Ég hitti boltann vel en fæ löppina á ÍA manni í mig. Hann (dómarinn) metur það þannig að ég hitti boltann vel og það sé ekki víti út af því. Ég þekki þetta ekki alveg nógu vel þannig ég ætla að segja pass."

Alexander yfirgaf Hauka á miðju tímabili og þótti mörgum félagaskiptin óvænt. Alexander var spurður út í vistaskiptin.

„Boltinn er bara svona. Ég fann að það var kominn tímapunktur fyrir mig að skoða eitthvað nýtt. Ég sé ekki eftir því í dag, mér líður mjög vel í HK. Geggjaður klúbbur."

Fréttaritari þjarmaði meira að Alexander og spurði hann út í hvort að ef núverandi þjálfari Hauka, Luka Kostic, hefði verið með Hauka á þeim tímapunkti hvort Alexander hefði haldið áfram í Haukum.

„Ég veit það ekki, fótboltinn er sérstakur, ég get ekki sagt til um það. Það hefði ekki þýtt það endilega að ég hefði verið með þeim. Ég ákvað að skipta um og þannig er það."

„Ég mætti á leikinn í gær og studdi liðið. Það var leiðinlegt að sjá liðið falla.


Athugasemdir
banner
banner