Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. janúar 2021 15:15
Elvar Geir Magnússon
Ætla að ráða inn nýjan yfirmann fótboltamála síðar á árinu
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn þjálfari karlalandsliðsins var tilkynnt að hann myndi halda áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ þar til ráðið yrði í þá stöðu.

Arnar sagði í viðtali í nóvember að hann myndi treysta sér til að vera í báðum stöðum en KSÍ hyggst hinsvegar fá inn nýjan mann nú þegar Arnar er kominn í fullt starf hjá landsliðinu.

KSÍ hefur nú gengið frá ráðningum í störf þjálfara A-landsliðanna beggja og U21 landsliðs karla.

„Það hefur verið mikið að gera í ráðningum en það er verið að loka málum. Það er að komast mynd á þetta. Það er óvissuástand vegna Covid-19 en við erum að sjá fyrir endann á þessu," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

Arnar heldur áfram í starfinu þar til nýr aðili hefur verið ráðinn.

„Þetta er til bráðabirgða. Við erum að skoða það að fá inn nýjan yfirmann knattspyrnusviðs. Á sama tíma eru þessir óvissutímar. Við erum að skoða þetta með opnum huga. Vonandi verður góðra frétta að vænta þar þegar líða fer á árið," segir Guðni.
Guðni Bergs: Lúxusvandamál að hafa góða umsækjendur
Athugasemdir
banner
banner
banner