Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. janúar 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Norrköping sagt hafa hafnað tilboði Wolves í Ísak Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Norrköping hefur hafnað tilboði frá enska félaginu Wolves í Ísak Bergmann Jóhannesson en Dr. Football greinir frá þessu í dag

„Norrköping sagði takk en nei takk," sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum í dag.

Ísak má ekki skrifa undir á Englandi fyrr en hann verður 18 ára samkvæmt nýjum reglum vegna Brexit.

Ísak verður ekki 18 ára fyrr en í mars og Wolves gæti því gert aðra atlögu síðar.

Ísak hefur einnig verið orðaður við Red Bull Salzburg í Austurríki en hann mun ekki fara þangað.

„Jesse March (þjálfari Salzburg) er víst ekki hrifinn af honum," sagði Hjörvar.

Ísak sló í gegn í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra en hann er nú byrjaður að æfa með Norrköping fyrir komandi tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner