Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. janúar 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Newcastle vill fá Burn og Nketiah
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: EPA
Brighton býst við því að fá annað tilboð frá Newcastle í miðvörðinn Dan Burn áður en janúarglugganum verður lokað á mánudagskvöld.

Eddie Howe og hans menn eru að tryggja sér miðjumanninn Bruno Guimaraes frá Lyon og vilja einnig fá vinstri bakvörð og sóknarmann. Eddie Nketiah hjá Arsenal er á óskalistanum.

Brighton hafnaði í vikunni 8 milljóna punda tilboði frá Brighton í hinn 29 ára gamla Burn en Newcastle mun líklega hækka tilboð sitt. Burn ólst upp sem stuðningsmaður Newcastle.

Hann hefur leikið virkilega vel fyrir Brighton á þessu tímabili og fengið talsvert lof. Félagið vill halda honum en ef Newcastle býður um 10 milljónir punda verður erfitt að segja nei.

Tilraunir Newcastle til að fá Jesse Lingard hafa ekki gengið upp og Nketiah, sem er 22 ára sóknarleikmaður og varaskeifa hjá Arsenal, er varakostur.

Howe hefur keypt bakvörðinn Kieran Trippier og sóknarmanninn Chris Wood í þessum mánuði en Newcastle er um þessar mundir í æfingaferð í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner