Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   fös 28. janúar 2022 13:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rooney neitaði Everton: Auðvitað var það erfitt
Wayne Rooney, stjóri Derby, hefur greint frá því að hann hafi neitað tækifærinu til að fara í starfsviðtal hjá Everton. Rooney er uppalinn hjá Everton og er félagið í stjóraleit eftir að félagið rak Rafa Benítez.

„Everton hafði samband við umboðsmann minn og vildi fá mig í viðtal varðandi stjórastarfið. Ég hafnaði því," sagði Rooney á blaðamannafundi Derby í dag.

„Ég hef fulla trú á því að ég muni verða stjóri í úrvalsdeildinni. Ég tel mig vera tilbúinn, 100%. Ef það verður með Everton í framtíðinni þá verður það algjörlega frábært. En ég er í starfi hér hjá Derby County sem er fyrir mér mjög mikilvægt starf."

„Umboðmaðurinn lét stjórnina hjá Derby vita að Everton hafði haft samband. Auðvitað var það erfið ákvörðun að hafna Everton,"
sagði Rooney.

Everton er áfram í stjóraleit en talið er að valið standi á milli þeirra Frank Lampard, Vitor Pereira og Duncan Ferguson. Ferguson er bráðabirgðastjóri félagsins.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
10 Portsmouth 4 2 1 1 4 3 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 4 1 2 1 6 6 0 5
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir