Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stefán Gísli gerir þriggja ára samning við Fylki
Mynd: Fylkir

Stefán Gísli Stefánsson er búinn að gera samning við Fylki sem gildir næstu þrjú árin eða út keppnistímabilið 2025.


Stefán er miðjumaður fæddur 2006 sem á eftir að spila keppnisleik fyrir meistaraflokk en hefur verið lykilmaður upp yngri flokka Fylkis.

Stefán hefur staðið sig vel á æfingum með meistaraflokki Fylkis og má búast við að sjá hann koma við sögu á undirbúningstímabilinu.

Táningurinn efnilegi á átta leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og er mikilvægur hlekkur í U17 liðinu.

Fylkir leikur í Bestu deildinni eftir að hafa unnið Lengjudeildina í fyrra. Þar fékk liðið 51 stig úr 22 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner