Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. febrúar 2022 21:11
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikar kvenna: Blikar unnu Stjörnuna og tveimur frestað
Hildur Antonsdóttir skoraði tvö mörk í kvöld.
Hildur Antonsdóttir skoraði tvö mörk í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fór ekki svo að þrír leikir færu fram í Lengjubikar kvenna í kvöld en mikil snjókoma gerði það að verkum að fresta þurfti tveimur leikjum.


Víkingur og FH áttu að mætast á Víkingsvelli klukkan sjö og klukkustund síðar áttu Þróttur og Valur að mætast á Eimskipsvellinum. Báðum leikjum varð að fresta og ekki búið að ákveða nýjan leiktíma.

Stjarnan gat hinsvegar tekið á móti Breiðabliki en leikurinn fór fram í nýja glæsilega fótboltahúsinu þeirra, Miðgarði.

Hildur Antonsdóttir kom Breiðabliki yfir en Katrín ásbjörnsdóttir jafnaði metin. Margrét Brynja Kristjánsdóttir og Hildur Antonsdóttir komu Blikum svo í 1 - 3 áður en Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn.

Með sigrinum fór Breiðablik upp fyrir KR og á topp riðilsins með 6 stig úr tveimur leikjum. KR er með 4 en Stjarnan og ÍBV jöfn með 3 stig.

Stjarnan 2 - 3 Breiðablik
0-1 Hildur Antonsdóttir
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir
1-2 Margrét Brynja Kristjánsdóttir
1-3 Hildur Antonsdóttir
2-3 Arna Dís Arnþórsdóttir

Athugasemdir
banner
banner