Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. febrúar 2024 22:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hetja Liverpool: Óraunverulegt að skora fyrir framan The Kop
Jayden Danns fagnar með Harvey Elliott í sigri liðsins gegn Luton
Jayden Danns fagnar með Harvey Elliott í sigri liðsins gegn Luton
Mynd: EPA

Jayden Danns kom inn á sem varamaður hjá Liverpool í kvöld og innsiglaði 3-0 sigur liðsins á Southampton í enska bikarnum í kvöld.


Danns er aðeins 18 ára gamall og var að leika sinn þriðja leik fyrir liðið. Hann kom inn á í stöðunni 1-0 en jafnaldri hans, Lewis Koumas, kom Liverpool yfir í sínum fyrsta leik.

Danns gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk.

„Þetta er draumur sem er orðinn að veruleika. Ég hef stutt þetta lið síðan ég fæddist. Það er óraunverulegt að koma inn á og skora fyrir framan The Kop, þetta virðist ekki raunverulegt, þetta er eins og bíómynd," sagði Danns.

„Seinna markið var hrein gleði, mér leið eins og það væri ekki að koma, ég var ánægður að skora eitt, ég var búinn að missa alla stjórn. Pabbi grét þegar ég lék minn fyrsta leik svo ég veit ekki hvað hann gerir núna."


Athugasemdir
banner
banner
banner