Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. febrúar 2024 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landi Salah segir að hann sé búinn að skrifa undir í Sádi-Arabíu
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Mido, sem spilaði um tíma í ensku úrvalsdeildinni, segir að landi sinn Mohamed Salah sé búinn að skrifa undir samning í Sádi-Arabíu.

Salah var sterklega orðaður við félög í Sádi-Arabíu síðasta sumar og komu stór tilboð í hann, en hann endaði á því að vera áfram í Liverpool.

Salah, sem er 31 árs gamall, er einn besti leikmaður í sögu Liverpool en á þessu tímabili er hann búinn að skora 19 mörk í 28 leikjum.

Mido, sem spilaði á sínum tíma með Tottenham og West Ham, segir að Salah verði í Sádi-Arabíu á næsta tímabili.

„Mohamed Salah verður í Sádi-Arabíu á næsta tímabili. Það er búið að skrifa undir samning."

Salah er samningsbundinn Liverpool til 2025 og því þarf að borga ágætis upphæð fyrir hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner