Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. febrúar 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður De Gea næsti varamarkvörður Barcelona?
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
David de Gea, fyrrum markvörður Manchester United, er ótrúlegt en satt enn félagslaus eftir að hafa yfirgefið United síðasta sumar.

De Gea hefur verið orðaður við nokkur félög en hvergi fengið nægilea góðan samning til að snúa aftur.

Núna segir Mundo Deportivo á Spáni frá því að Barcelona sé að sýna honum áhuga.

Marc-Andre ter Stegen er aðalmarkvörður Barcelona en De Gea færi þá í samkeppni við hann. De Gea er sagður spenntur fyrir því að fara í spænska boltann en hvort hann sé tilbúinn að vera varamarkvörður á eftir að koma í ljós.

De Gea hefur til að mynda verið orðaður við Newcastle, Nottingham Forest og Al-Shabab í Sádi-Arabíu en það verður fróðlegt að sjá hvar hann semur næst.
Athugasemdir
banner
banner
banner