Sveinn Margeir Hauksson, leikmaður Víkings, varð fyrir hnémeiðslum á dögunum og er á leið í speglun á hné. Óvíst er hvort að hann geti spilað með Víkingi í sumar vegna meiðslanna.
Sveinn Margeir samdi við Víking í vetur en hann kom frá KA. Ljóst var þegar hann samdi að hann myndi einungis ná um sex vikum með liðinu í sumar vegna háskólanáms í Bandaríkjunum. Sveinn Margeir er fæddur árið 2001 og skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2028.
Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, í dag.
Sveinn Margeir samdi við Víking í vetur en hann kom frá KA. Ljóst var þegar hann samdi að hann myndi einungis ná um sex vikum með liðinu í sumar vegna háskólanáms í Bandaríkjunum. Sveinn Margeir er fæddur árið 2001 og skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2028.
Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, í dag.
„Hann er í smá brasi í hnéð á sér og mun fara í speglun, það þarf að skoða á honum hnéð. Það er búist við bataferli eftir speglunina. Við þurfum bara að meta stöðuna á honum þegar nær dregur. Hann kemur til okkar í sumar og ég efast um að hann verði klár þá. Það er erfitt að segja til um hvernig bataferlið verður, sumir eru fljótari en aðrir að jafna sig. Við tökum stöðuna eftir aðgeð og hvernig þetta þróast svo. Hann þarf allavega að fara eitthvað undir hnífinn," segir Sölvi.
Hvernig er langtímaplanið með Svein Margeir?
„Hann fór út í skóla í Bandaríkjunum og verður ekki lengi á Íslandi í sumar. Hann er á besta aldri sem leikmaður og við erum búnir að fylgjast með honum lengi. Hann er hörkuleikmaður sem við teljum að við geutm gert ennþá betri í Víkingi. Planið var að tímabilið í ár væri svona aðeins fyrir hann að komast inn í hlutverkið og tímabilið 2026 yrði hans ár til þess að koma og vera á fullu með okkur eftir að hafa klárað skólann. Það verður hrikalega spennandi að sjá hann í Víkinni, búnir að fylgjast lengi með honum og hann er hörku góður."
Sjáið þið hann sem framherja eða miðjumann?
„Hann getur leyst margar stöður sem er gott, hefur dálítið spilað úti á kanti og frammi hjá KA. Hann er líka með flotta eiginleika til að spila miðvæðis á vellinum, er sterkur og getur nýst í baráttunni á miðjunni. Við viljum sjá hvernig hann þróast og hvernig liðið er hverju sinni. Það er alltaf gott að hafa leikmann sem getur leyst margar stöður," segir Sölvi.
Athugasemdir