Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þáttaröð Amazon verður gefin út í lok júlí
Mynd: Getty Images
Amazon hefur verið að fylgjast með Tottenham Hotspur á leiktíðinni við gerð heimildarþátta. Myndavélar Amazon eru enn að taka upp þrátt fyrir kórónaveiruna og mun þáttaröðin koma út í sumar.

Daily Mail heldur því fram að þáttaröð Amazon muni koma út í sumar þó úrvalsdeildartímabilinu verði frestað, enda hefur nóg gerst á leiktíðinni án þess að þurfa að klára tímabilið.

Þáttaröðin kemur út í lok júlí og telur Amazon teymið sig vera komið með nóg af efni til að búa til átta þætti nú þegar.

Fyrsta þáttaröð Amazon úr enska boltanum kom úr búningsklefa Manchester City þegar félagið varð Englandsmeistari undir stjórn Pep Guardiola. Þeir þættir nutu gífurlegra vinsælda og telur Amazon teymið næstu þáttaröð geta orðið talsvert betri og dramatískari.

Amazon hefur myndað ýmsa hluti á tímabilinu, allt frá stjóraskiptunum umtöluðu að viðbrögðum eftir tapleik gegn Colchester í deildabikarnum og 2-7 tap á heimavelli gegn FC Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner