Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 28. mars 2021 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Karólína Lea kom inn í stórsigri
Mynd: Getty Images
Duisburg 0 - 6 FC Bayern
0-1 L. Magull ('18, víti)
0-2 L. Dallmann ('29)
0-3 V. Asseyi ('56)
0-4 L. Schüller ('60)
0-5 A. Ilestedt ('86)
0-6 S. Laudehr ('87)

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk að spila síðasta hálftímann í 0-6 stórsigri FC Bayern gegn Duisburg í efstu deild þýska kvennaboltans.

Bayern var við stjórn frá fyrstu mínútu og leiddi 0-2 í leikhlé. Í síðari hálfleik gáfu Bæjarar enn frekar í og var Karólínu Leu skipt inn í stöðunni 0-4. Lokatölur urðu 0-6.

Bayern virðist ætla að taka Þýskalandsmeistaratitilinn af Wolfsburg eftir margra ára einokun. Bayern er með fullt hús stiga eftir 17 umferðir, fimm stigum fyrir ofan Wolfsburg.
Athugasemdir
banner