Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 28. mars 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Viljum ekki fagna tapleikjum"
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Chiedozie Ogbene átti góðan leik úti á kantinum þegar Írland tók á móti Frakklandi í undankeppni EM 2024.


Írar sýndu flotta frammistöðu gegn slökum Frökkum og urðu lokatölur 0-1 fyrir Frakklandi þökk sé mögnuðu einstaklingsframtaki Benjamin Pavard, sem vann boltann hátt uppi á vellinum og skoraði svo sannkallað glæsimark.

Heimamenn komust nálægt því að jafna leikinn á lokamínútunum þegar Mike Maignan þurfti að verja í tvígang og var seinni markvarslan sérlega glæsileg, þar sem lakari markmenn hefðu ekki náð til boltans tímanlega. Bæði voru þetta skallafæri sem sköpuðust eftir hornspyrnur eftir flottar rispur Íra.

„Við spiluðum virkilega góðan leik og erum stoltir af því en við viljum ekki fagna tapleikjum. Við höfum verið að spila vel en það gengur illa að ná í úrslit," sagði Ogbene, sem spilar með Rotherham í Championship deildinni, að leikslokum.

„Við erum svekktir með tapið en gerum okkur grein fyrir því að við erum á réttri leið. Það hjálpar sjálfstraustinu okkar mikið að eiga svona góðan leik gegn einu af bestu liðum heims. Við sönnuðum að við getum verið samkeppnishæfir í hæsta gæðaflokki."

Ogbene lék á hægri kanti og mætti því Theo Hernandez úti á vængnum, og átti Ítalíumeistarinn í stökustu vandræðum með Írann knáa.

„Ég hef alltaf sagt að ég vil komast á næsta gæðastig og stundum spila ég ekki nógu vel og byrja að efast um sjálfan mig. Svo þegar ég á svona leiki eins og í dag þá gefur það mér trú að ég geti komist upp í næsta gæðaflokk. Það er draumurinn minn og þessi frammistaða heldur draumnum á lífi."


Athugasemdir
banner
banner
banner