Breiðablik varð Lengjubikarmeistari í þriðja sinn í sögu félagsins er liðið vann ÍA, 4-1, á Kópavogsvelli í gær.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö á meðan þeir Jason Daði Svanþórsson og Kristófer Ingi Kristinsson gerðu sitt markið hvor í leiknum.
Marko Vardic gerði eina mark Skagamanna í leiknum með glæsilegu skoti fyrir utan teig.
Hægt er að sjá öll mörkin úr leiknum í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir