Atli Guðnason lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 eftir að hafa átt mjög farsælan feril. Hann var lykilmaður í mjög sigursælu liði FH. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari á sínum ferli og tvisvar bikarmeistari.
Í hlaðvarpsþættinum Tveggja Turna Tal ræddi Atli við Jón Pál Pálmason. Atli er markahæsti leikmaður Íslands í Evrópukeppnum en tókst ekki ætlunarverk sitt; að spila í riðlakeppni. Hann segir það mikil vonbrigði. Síðustu tvö ár hafa, fyrst Breiðablik og svo Víkingur, komist inn í riðla/deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Í hlaðvarpsþættinum Tveggja Turna Tal ræddi Atli við Jón Pál Pálmason. Atli er markahæsti leikmaður Íslands í Evrópukeppnum en tókst ekki ætlunarverk sitt; að spila í riðlakeppni. Hann segir það mikil vonbrigði. Síðustu tvö ár hafa, fyrst Breiðablik og svo Víkingur, komist inn í riðla/deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Atli segir það sárara en að hafa misst af Íslandsmeistaratitlunum 2010 og 2014. „Eins mikið og ég hélt með Víkingum í þessu ævintýri þá langaði mig að þetta hefðu verið við á sínum tíma. Ég veit alveg að það er auðveldara að komast í þetta núna en það var þá, fleiri keppnir. En ég held að ef við tækjum styrkleikaröðunina, þá held ég að við höfum ekki verið á síðri stað en Víkingur var fyrir tímabilið 2024 í Evrópu, við hefðum alveg átt þennan möguleika," segir Atli.
„Leikirnir sem við spiluðum í umspilum voru mjög miklar áskoranir, lið sem við áttum ekkert að vinna; Braga og Austria Vín og eitthvað svoleiðis. Það voru lið sem voru hágæða atvinnumannalið og áttu að vera í þessum keppnum. Það hefði verið fáránlega skemmtilegt að taka þátt í einu svona tímabili."
„Við náttúrulega settum stefnuna á þetta, svona 2010-11, þá var settur smá kraftur í að reyna komast þangað. Það tók alveg svolítinn tíma að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn eftir að þetta markmið var sett. Þú þurftir að vera meistari til að eiga möguleikann í þessu. Stjarnan fór áfram (án þess að vera ríkjandi Íslandsmeistari) 2014 með stórkostlegum leikjum, en lenti svo á Inter, þeir voru ekkert að fara vinna það. Það þurfti að vera meistari og hafa þessa fallhlíf til að eiga möguleika. Það voru tvö tímabil þar sem við komumst í möguleika og vorum alveg nálægt þessu. Ég sé mjög eftir því; stundum liggur maður í rúminu og sér fyrir sér alls konar augnablik í þessum leikjum þar sem maður hefði getað gert betur."
Þegar Atli talar um fallhlíf á hann við þann möguleika að halda áfram í Evrópukeppnum þrátt fyrir tap. Eins og fyrirkomulagið er í dag er hægt að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, svo fara yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og falla þar úr leik en samt eiga einn möguleika enn í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Víkingur féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra eftir tap gegn Shamrock en sigraði svo Egnatia, Flora og UE Santa Coloma til að komast í Sambandsdeildina. Árið 2023 vann Breiðablik Shamrock í forkeppni Meistaradeildarinnar, tapaði gegn FCK, féll í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildinni og tapaði þar gegn Zrinjski Mostar en vann svo Struga í umspilinu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Það var ekki búið að stofna Sambandsdeildina þegar Atli var að spila.
Jón Páll taldi sig vita af hverju Atla þykir svo sárt að hafa ekki náð ætlunarverki sínu.
„Þú ert sjöfaldur Íslandsmeistari, tvöfaldur bikarmeistari, vannst gullskó, valinn besti leikmaðurinn tvisvar, með flestar stoðsendingar og átt landsleiki," sagði Jón Páll. Á léttu nótunum hvatti Atli Jón Pál til að halda upptalningunni áfram. „En Evrópukeppni er eiginlega það eina sem þú náðir ekki, fyrir utan náttúrulega atvinnumennsku."
„Það getur vel verið, það eru alveg gildir punktar í þessari upptalningu. Maður var svo ógeðslega nálægt þessu, langar þetta svo ógeðslega mikið en svo tekst þetta ekki aftur, aftur og aftur. Það bara svíður. Ég segi ekki að þetta sitji þungt á sálinni minni ennþá, en þetta dettur alveg inn einstaka sinnum," sagði Atli.
Sumarið 2013 komst FH í 3. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni en tapaði þar naumlega 0-1 í einvígi gegn Austria Vín. Liðið fór þá í umspilið um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en tapaði þar 2-7 gegn belgíska liðinu Genk.
Sumarið 2017 komst FH aftur í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en tapaði þá 3-5 samanlagt í einvígi gegn Braga en það þurfti að framlengja seinni leikinn í Portúgal.
Athugasemdir