Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 28. apríl 2022 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pálmi Rafn: Einn stærsti leikurinn á hverju tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á leikinn geg Val, þetta eru alltaf stórleikir og einn stærsti leikurinn á hverju tímabili. Það er bara spenna fyrir honum," sagði Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, við Fótbolta.net í dag.

KR mætir Val á Origo vellinum á laugardag. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Býstu við öðruvísi leik heldur en á móti Breiðabliki?

„Nú veit ég ekki, ég veit ekki hvernig Valsarnir ætla að koma í leikinn en við ætlum að fara í þennan leik til að vinna þetta, það er engin spurning. Svo verður bara að sjá hvernig þetta endar, þetta verður vonandi spennandi og fjörugur leikur."

Pálmi segir að KR-ingar hafi verið frekar óheppnir með meiðsli. Það sé spurning hverjir verða klárir í leikinn. Kristján Flóki og Emil Ásmundsson verði ekki með en það mun koma í ljós með aðra. En verður Kjartan Henry klár?

„Kjarri ætti að vea klár, það verður gott að fá hann inn í hópinn aftur."

„Við lítum alls ekki á þetta sem neinn úrslitaleik. Þetta er bara leikur um þrjú stig og við þurfum á öllum stigum að halda eins og þeir. Það verður hart barist um öll stigin," sagði Pálmi.

Í lok viðtals var hann spurður út í dráttinn í Mjólkurbikarnum en KR mætir Stjörnunni í 32-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner