Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   fim 28. apríl 2022 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pálmi Rafn: Einn stærsti leikurinn á hverju tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á leikinn geg Val, þetta eru alltaf stórleikir og einn stærsti leikurinn á hverju tímabili. Það er bara spenna fyrir honum," sagði Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, við Fótbolta.net í dag.

KR mætir Val á Origo vellinum á laugardag. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Býstu við öðruvísi leik heldur en á móti Breiðabliki?

„Nú veit ég ekki, ég veit ekki hvernig Valsarnir ætla að koma í leikinn en við ætlum að fara í þennan leik til að vinna þetta, það er engin spurning. Svo verður bara að sjá hvernig þetta endar, þetta verður vonandi spennandi og fjörugur leikur."

Pálmi segir að KR-ingar hafi verið frekar óheppnir með meiðsli. Það sé spurning hverjir verða klárir í leikinn. Kristján Flóki og Emil Ásmundsson verði ekki með en það mun koma í ljós með aðra. En verður Kjartan Henry klár?

„Kjarri ætti að vea klár, það verður gott að fá hann inn í hópinn aftur."

„Við lítum alls ekki á þetta sem neinn úrslitaleik. Þetta er bara leikur um þrjú stig og við þurfum á öllum stigum að halda eins og þeir. Það verður hart barist um öll stigin," sagði Pálmi.

Í lok viðtals var hann spurður út í dráttinn í Mjólkurbikarnum en KR mætir Stjörnunni í 32-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner