Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   fim 28. apríl 2022 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pálmi Rafn: Einn stærsti leikurinn á hverju tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á leikinn geg Val, þetta eru alltaf stórleikir og einn stærsti leikurinn á hverju tímabili. Það er bara spenna fyrir honum," sagði Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, við Fótbolta.net í dag.

KR mætir Val á Origo vellinum á laugardag. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Býstu við öðruvísi leik heldur en á móti Breiðabliki?

„Nú veit ég ekki, ég veit ekki hvernig Valsarnir ætla að koma í leikinn en við ætlum að fara í þennan leik til að vinna þetta, það er engin spurning. Svo verður bara að sjá hvernig þetta endar, þetta verður vonandi spennandi og fjörugur leikur."

Pálmi segir að KR-ingar hafi verið frekar óheppnir með meiðsli. Það sé spurning hverjir verða klárir í leikinn. Kristján Flóki og Emil Ásmundsson verði ekki með en það mun koma í ljós með aðra. En verður Kjartan Henry klár?

„Kjarri ætti að vea klár, það verður gott að fá hann inn í hópinn aftur."

„Við lítum alls ekki á þetta sem neinn úrslitaleik. Þetta er bara leikur um þrjú stig og við þurfum á öllum stigum að halda eins og þeir. Það verður hart barist um öll stigin," sagði Pálmi.

Í lok viðtals var hann spurður út í dráttinn í Mjólkurbikarnum en KR mætir Stjörnunni í 32-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner