
Katla Guðmundsdóttir er sóknarmaður sem hefur skorað 35 mörk í 69 KSÍ leikjum á sínum ferli. Hún spilaði sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki 2022 þegar hún var hjá Augnabliki og lék svo með KR seinni hluta tímabilsins 2023 áður en hún skipti alfarið yfir fyrir tímabilið í fyrra. Hún skoraði tíu mörk í 17 leikjum þegar KR tryggði sér sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Katla er unglingalandsliðskona sem hefur skorað sex mörk í 13 leikjum í íslensku treyjunni. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Katla er unglingalandsliðskona sem hefur skorað sex mörk í 13 leikjum í íslensku treyjunni. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Katla Guðmundsdóttir
Gælunafn:
Aldur: 17 ára
Hjúskaparstaða: Er í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Árið 2022 spilaði ég fyrsta leikinn minn sem var á Víkingsvelli, ég náði að fiskaði víti, tók það sjálf og skoraði þar fyrsta meistaraflokks markið mitt, töpuðum samt leiknum stórt ef ég man rétt.
Uppáhalds drykkur: Collab
Uppáhalds matsölustaður: Flatey
Uppáhalds tölvuleikur: Ekki mikið fyrir tölvuleiki
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei ekki enn.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Desperate housewives
Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir og Rihanna
Uppáhalds hlaðvarp: FM95BLÖ
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram eða tiktok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Hef mjög gaman á steinda og Audda.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Til hamingju markadrottnig!” Frá afa eftir seinasta leik
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég spilaði á móti Frøya Dorsin í U19 leik sem var mjög efnileg
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Björn Breiðfjörð og Arnar Páll hafa kennt mér mikið, en svo alltaf mamma og pabbi bestu þjálfararnir.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Selma Scheving er óþolandi inná vellinum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: mamma og pabbi
Sætasti sigurinn: Mínir sætustu sigrar eiga eftir að koma
Mestu vonbrigðin: Þegar ég féll úr Lengjudeildinni með Augnablik og KR sumarið 2023
Uppáhalds lið í enska: Man Utd
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Mest líklegast Rebekku Brynjars
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Kara Guðmunds mun verða rosaleg
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Rúrik Gunnars
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Emilia Atladóttir
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Eyrnalokka reglan
Uppáhalds staður á Íslandi: Vesturbærinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Við vorum að spila síðasta leik tímabilsins gegn Haukum og vorum að vinna 3-0. Allt gekk vel þangað til Hrafnhildur Ása fékk nóg af einni stelpu í Haukum og réðst á hana , fékk beint rautt spjald á 90 mín og mátti ekki spila fyrsta leikinn á næsta tímabili.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei trúi ekki á þannig
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nee voða lítið
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Öllu nema stærðfræði myndi ég halda
Vandræðalegasta augnablik: Við vorum að fara keppa á Egilsstöðum. Á flugvellinum bað ég og Halla vinkona mín Rebekku Sif að kíkja inni ferðatöskuskáp og sjá hvort hún myndi passa í hann, lokuðum svo skápnum og föttuðum ekki að hann myndi læsast. Rebekka var föst í skápnum í 20 mín og þurfti á endanum að borga 1500kr til að komast úr skápnum, vorum síðastar út í vél.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Emelía Óskars, Ísabella Sara og Sóley María væri hinn fullkomni dinner
Bestur/best í klefanum og af hverju: Sóley Maria og Ragnheiður koma mér alltaf í gott skap
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi alltaf velja Ragnheiði Ríkharðsdóttir i Got talent með alla brandarana sína.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með fóbiu að heyra fólk borða
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gígja Valgerður tók alltaf vel a móti mér þegar ég var byrja æfa með meistaraflokk.
Hverju laugstu síðast: Laug að sjálfri mér að ég ætlaði að laga til í herberginu mínu í gær.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er alltaf jafn leiðinlegt
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: mætið á völlinn!
Athugasemdir