Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sterkur sigur í Meistaradeildarbaráttu Marseille - Greenwood skoraði og lagði upp
Mason Greenwood er næst markahæstur í frönsku deildinni
Mason Greenwood er næst markahæstur í frönsku deildinni
Mynd: EPA
Franska liðið Marseille er í góðum málum í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð eftir 4-1 sigurinn á Brest í gær.

Lærisveinar Roberto De Zerbi léku á als oddi og þá sérstaklega þeir Amine Gouiri, Adrien Rabiot og Mason Greenwood.

Gouri skoraði þrennu fyrir Marseille í leiknum á meðan Greenwood skoraði og lagði upp en Englendingurinn er næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 19 mörk.

Það er færast mikil spenna í baráttunni um gullskóinn en Ousmane Dembele, leikmaður Paris Saint-Germain, er með 21 mark þegar þrjár umferðir eru eftir.

Marseille færðist þá nær því að tryggja Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð en liðið er í öðru sæti með 58 stig. Þrjú efstu sætin gefa farseðil í deildarkeppnina en 4. sætið gefur þátttökurétt í forkeppnina.


Athugasemdir
banner