Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe missir ekki svefn vegna Ballon d'Or
Mbappe og Raphael Varane með Heimsmeistarabikarinn sem Frakkland vann 2018.
Mbappe og Raphael Varane með Heimsmeistarabikarinn sem Frakkland vann 2018.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, segir að sitt næsta markmið á ferlinum sé að vinna Meistaradeild Evrópu og Evrópumót landsliða.

Að vinna Ballon d'Or, verðlaun sem eru veitt besta leikmanni í heimi á ári hverju, er ekki eitthvað sem hann er að einbeita sér að.

Mbappe, sem er 21 árs, sagði í samtali við Mirror: „Ég vil halda áfram að ná árangri með landsliðinu. Á næsta ári er Evrópumótið og við viljum vinna þar. Það er stórt markmið að vinna Evrópubikar og það væri mjög sérstakt að vera hluti af liðinu sem vinnur fyrsta Evrópubikarinn með PSG."

Einstaklingsverðlaun er í öðru sæti hjá Mbappe. „Það væri gaman að vinna það (Ballon d'Or) en það er ekki eitthvað sem heldur mér vakandi á nóttinni."

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið með yfirburði í einstaklingsverðlaunum síðustu ár, en margir hafa tippað á að Mbappe taki við af þeim í þeim flokki á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner