Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 28. maí 2023 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir um myndbandið: Fór í þetta þótt að ég sé ekki mikill leikari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjað að vinna leikinn. Við sýndum mikinn karakter fannst mér og við töluðum um það í hálfleik að við þurftum að laga varnarleikinn. Síðan komum við út í seinni hálfleik og Eyþór skorar þetta geggjaða mark. Það þarf sterkt lið að koma til baka eftir það. Við skoruðum fjögur mörk en hefðum getað skorað miklu fleiri mörk.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, kampakátur eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þú hlýtur að vera ánægður með karakterinn í liðinu að lenda þrisvar sinnum undir en koma alltaf til baka.

„Já algjörlega. Við sýndum karakter í Eyjum og við sýndum karakter í kvöld en varnarlega þurfum við að bæta okkur. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var sérstaklega ekki til útfluttnings.“

Þið haldið áfram að vinna á grasi, finnst ykkur best að spila á grasinu?

„Það á að spila fótbolta á grasi. Völlurin er að koma til en við þurfum að fara að vinna á gervigrasvöllum, það er ekki spurning.“

Gyrðir heldur bara áfram að skora, hversu ánægður ertu með hans frammistöðu í kvöld og í seinustu umferð?

„Gyrðir hefur gert það sem að við vonuðumst eftir þegar við fengum hann. Bara flottur strákur og hann hefur alltaf unnið sína vinnu þegar það er kallað á hann.“

Það var gert grín af ummælunum um heimavöllinn ykkar í aðdraganda þessa leiks á samfélagsmiðlum FH, hver var pælingin á bakvið þetta? Eru menn bara léttir í Hafnarfirði?

„Já það verður líka alltaf að vera einhver léttleiki í þessu. Ég fór bara í þetta þótt ég sé ekki mikill leikari. Það er alveg hægt að hafa smá gaman af þessu stundum.“

Hvernig leggst næsta verkefni í þig þar sem þú ferð á þinn gamla heimavöll og þið takist á við Val?

„Bara vel. Valsliðið er geggjað lið með frábæra fótboltamenn. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann. Það er Víkingur - Valur á morgun, ég kannski fer í Víkina og horfi á þann leik.“

Hörður Ingi greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann mun ekki spila fleiri leiki á þessu tímabili. Það hlýtur að vera mjög stór missir fyrir FH.

„Já algjörlega. Hann er frábær leikmaður og kom til baka mjög sterkur inn í FH liðið. Síðan er Steven Lennon eitthvað frá líka, menn eru að tala um sex vikur. Það er ekki gott en vonandi gengur það vel.“


Athugasemdir
banner
banner