Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 28. maí 2023 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir um myndbandið: Fór í þetta þótt að ég sé ekki mikill leikari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjað að vinna leikinn. Við sýndum mikinn karakter fannst mér og við töluðum um það í hálfleik að við þurftum að laga varnarleikinn. Síðan komum við út í seinni hálfleik og Eyþór skorar þetta geggjaða mark. Það þarf sterkt lið að koma til baka eftir það. Við skoruðum fjögur mörk en hefðum getað skorað miklu fleiri mörk.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, kampakátur eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þú hlýtur að vera ánægður með karakterinn í liðinu að lenda þrisvar sinnum undir en koma alltaf til baka.

„Já algjörlega. Við sýndum karakter í Eyjum og við sýndum karakter í kvöld en varnarlega þurfum við að bæta okkur. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var sérstaklega ekki til útfluttnings.“

Þið haldið áfram að vinna á grasi, finnst ykkur best að spila á grasinu?

„Það á að spila fótbolta á grasi. Völlurin er að koma til en við þurfum að fara að vinna á gervigrasvöllum, það er ekki spurning.“

Gyrðir heldur bara áfram að skora, hversu ánægður ertu með hans frammistöðu í kvöld og í seinustu umferð?

„Gyrðir hefur gert það sem að við vonuðumst eftir þegar við fengum hann. Bara flottur strákur og hann hefur alltaf unnið sína vinnu þegar það er kallað á hann.“

Það var gert grín af ummælunum um heimavöllinn ykkar í aðdraganda þessa leiks á samfélagsmiðlum FH, hver var pælingin á bakvið þetta? Eru menn bara léttir í Hafnarfirði?

„Já það verður líka alltaf að vera einhver léttleiki í þessu. Ég fór bara í þetta þótt ég sé ekki mikill leikari. Það er alveg hægt að hafa smá gaman af þessu stundum.“

Hvernig leggst næsta verkefni í þig þar sem þú ferð á þinn gamla heimavöll og þið takist á við Val?

„Bara vel. Valsliðið er geggjað lið með frábæra fótboltamenn. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann. Það er Víkingur - Valur á morgun, ég kannski fer í Víkina og horfi á þann leik.“

Hörður Ingi greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann mun ekki spila fleiri leiki á þessu tímabili. Það hlýtur að vera mjög stór missir fyrir FH.

„Já algjörlega. Hann er frábær leikmaður og kom til baka mjög sterkur inn í FH liðið. Síðan er Steven Lennon eitthvað frá líka, menn eru að tala um sex vikur. Það er ekki gott en vonandi gengur það vel.“


Athugasemdir
banner
banner
banner