Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 28. maí 2023 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir um myndbandið: Fór í þetta þótt að ég sé ekki mikill leikari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjað að vinna leikinn. Við sýndum mikinn karakter fannst mér og við töluðum um það í hálfleik að við þurftum að laga varnarleikinn. Síðan komum við út í seinni hálfleik og Eyþór skorar þetta geggjaða mark. Það þarf sterkt lið að koma til baka eftir það. Við skoruðum fjögur mörk en hefðum getað skorað miklu fleiri mörk.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, kampakátur eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þú hlýtur að vera ánægður með karakterinn í liðinu að lenda þrisvar sinnum undir en koma alltaf til baka.

„Já algjörlega. Við sýndum karakter í Eyjum og við sýndum karakter í kvöld en varnarlega þurfum við að bæta okkur. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var sérstaklega ekki til útfluttnings.“

Þið haldið áfram að vinna á grasi, finnst ykkur best að spila á grasinu?

„Það á að spila fótbolta á grasi. Völlurin er að koma til en við þurfum að fara að vinna á gervigrasvöllum, það er ekki spurning.“

Gyrðir heldur bara áfram að skora, hversu ánægður ertu með hans frammistöðu í kvöld og í seinustu umferð?

„Gyrðir hefur gert það sem að við vonuðumst eftir þegar við fengum hann. Bara flottur strákur og hann hefur alltaf unnið sína vinnu þegar það er kallað á hann.“

Það var gert grín af ummælunum um heimavöllinn ykkar í aðdraganda þessa leiks á samfélagsmiðlum FH, hver var pælingin á bakvið þetta? Eru menn bara léttir í Hafnarfirði?

„Já það verður líka alltaf að vera einhver léttleiki í þessu. Ég fór bara í þetta þótt ég sé ekki mikill leikari. Það er alveg hægt að hafa smá gaman af þessu stundum.“

Hvernig leggst næsta verkefni í þig þar sem þú ferð á þinn gamla heimavöll og þið takist á við Val?

„Bara vel. Valsliðið er geggjað lið með frábæra fótboltamenn. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann. Það er Víkingur - Valur á morgun, ég kannski fer í Víkina og horfi á þann leik.“

Hörður Ingi greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann mun ekki spila fleiri leiki á þessu tímabili. Það hlýtur að vera mjög stór missir fyrir FH.

„Já algjörlega. Hann er frábær leikmaður og kom til baka mjög sterkur inn í FH liðið. Síðan er Steven Lennon eitthvað frá líka, menn eru að tala um sex vikur. Það er ekki gott en vonandi gengur það vel.“


Athugasemdir
banner
banner