Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 28. maí 2023 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir um myndbandið: Fór í þetta þótt að ég sé ekki mikill leikari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjað að vinna leikinn. Við sýndum mikinn karakter fannst mér og við töluðum um það í hálfleik að við þurftum að laga varnarleikinn. Síðan komum við út í seinni hálfleik og Eyþór skorar þetta geggjaða mark. Það þarf sterkt lið að koma til baka eftir það. Við skoruðum fjögur mörk en hefðum getað skorað miklu fleiri mörk.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, kampakátur eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þú hlýtur að vera ánægður með karakterinn í liðinu að lenda þrisvar sinnum undir en koma alltaf til baka.

„Já algjörlega. Við sýndum karakter í Eyjum og við sýndum karakter í kvöld en varnarlega þurfum við að bæta okkur. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var sérstaklega ekki til útfluttnings.“

Þið haldið áfram að vinna á grasi, finnst ykkur best að spila á grasinu?

„Það á að spila fótbolta á grasi. Völlurin er að koma til en við þurfum að fara að vinna á gervigrasvöllum, það er ekki spurning.“

Gyrðir heldur bara áfram að skora, hversu ánægður ertu með hans frammistöðu í kvöld og í seinustu umferð?

„Gyrðir hefur gert það sem að við vonuðumst eftir þegar við fengum hann. Bara flottur strákur og hann hefur alltaf unnið sína vinnu þegar það er kallað á hann.“

Það var gert grín af ummælunum um heimavöllinn ykkar í aðdraganda þessa leiks á samfélagsmiðlum FH, hver var pælingin á bakvið þetta? Eru menn bara léttir í Hafnarfirði?

„Já það verður líka alltaf að vera einhver léttleiki í þessu. Ég fór bara í þetta þótt ég sé ekki mikill leikari. Það er alveg hægt að hafa smá gaman af þessu stundum.“

Hvernig leggst næsta verkefni í þig þar sem þú ferð á þinn gamla heimavöll og þið takist á við Val?

„Bara vel. Valsliðið er geggjað lið með frábæra fótboltamenn. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann. Það er Víkingur - Valur á morgun, ég kannski fer í Víkina og horfi á þann leik.“

Hörður Ingi greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann mun ekki spila fleiri leiki á þessu tímabili. Það hlýtur að vera mjög stór missir fyrir FH.

„Já algjörlega. Hann er frábær leikmaður og kom til baka mjög sterkur inn í FH liðið. Síðan er Steven Lennon eitthvað frá líka, menn eru að tala um sex vikur. Það er ekki gott en vonandi gengur það vel.“


Athugasemdir
banner