Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   sun 28. maí 2023 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir um myndbandið: Fór í þetta þótt að ég sé ekki mikill leikari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjað að vinna leikinn. Við sýndum mikinn karakter fannst mér og við töluðum um það í hálfleik að við þurftum að laga varnarleikinn. Síðan komum við út í seinni hálfleik og Eyþór skorar þetta geggjaða mark. Það þarf sterkt lið að koma til baka eftir það. Við skoruðum fjögur mörk en hefðum getað skorað miklu fleiri mörk.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, kampakátur eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þú hlýtur að vera ánægður með karakterinn í liðinu að lenda þrisvar sinnum undir en koma alltaf til baka.

„Já algjörlega. Við sýndum karakter í Eyjum og við sýndum karakter í kvöld en varnarlega þurfum við að bæta okkur. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var sérstaklega ekki til útfluttnings.“

Þið haldið áfram að vinna á grasi, finnst ykkur best að spila á grasinu?

„Það á að spila fótbolta á grasi. Völlurin er að koma til en við þurfum að fara að vinna á gervigrasvöllum, það er ekki spurning.“

Gyrðir heldur bara áfram að skora, hversu ánægður ertu með hans frammistöðu í kvöld og í seinustu umferð?

„Gyrðir hefur gert það sem að við vonuðumst eftir þegar við fengum hann. Bara flottur strákur og hann hefur alltaf unnið sína vinnu þegar það er kallað á hann.“

Það var gert grín af ummælunum um heimavöllinn ykkar í aðdraganda þessa leiks á samfélagsmiðlum FH, hver var pælingin á bakvið þetta? Eru menn bara léttir í Hafnarfirði?

„Já það verður líka alltaf að vera einhver léttleiki í þessu. Ég fór bara í þetta þótt ég sé ekki mikill leikari. Það er alveg hægt að hafa smá gaman af þessu stundum.“

Hvernig leggst næsta verkefni í þig þar sem þú ferð á þinn gamla heimavöll og þið takist á við Val?

„Bara vel. Valsliðið er geggjað lið með frábæra fótboltamenn. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann. Það er Víkingur - Valur á morgun, ég kannski fer í Víkina og horfi á þann leik.“

Hörður Ingi greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann mun ekki spila fleiri leiki á þessu tímabili. Það hlýtur að vera mjög stór missir fyrir FH.

„Já algjörlega. Hann er frábær leikmaður og kom til baka mjög sterkur inn í FH liðið. Síðan er Steven Lennon eitthvað frá líka, menn eru að tala um sex vikur. Það er ekki gott en vonandi gengur það vel.“


Athugasemdir
banner
banner