Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. maí 2023 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Vill halda De Gea hjá Man Utd - „Hann vill vera áfram“
Erik ten Hag afhendir De Gea gullhanskann
Erik ten Hag afhendir De Gea gullhanskann
Mynd: Getty Images
David De Gea, markvörður Manchester United, á framtíð hjá félaginu en þetta segir Erik ten Hag, stjóri United.

Manchester United hafnaði í 3. sætinu og á De Gea sinn þátt í því en hann varði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti gegn Fulham í lokaumferðinni í dag.

Hann varði frá Aleksandar Mitrovic í stöðunni 1-0 fyrir Fulham en United kom til baka og skoraði tvö mörk og tryggði þannig 3. sæti deildarinnar.

„Þetta voru verðskulduð þrjú stig. Við sköpuðum mörg færi og ég er ánægður með sigurinn og að landa þriðja sætinu,“ sagði Ten Hag eftir 2-1 sigurinn á Fulham.

„Það að vinna 27 heimaleiki í öllum keppnum á einu tímabili er stórt afrek. Vítaspyrnuvarslan var vendipunkturinn. Við vorum betur skipulagðir með og án bolta eftir það.“

De Gea, sem fékk gullhanskann á þessu tímabili með því að halda oftast hreinu, verður samningslaus í sumar, en Ten Hag vill ólmur halda honum.

„Klárlega. Hann vill vera áfram og við viljum það líka og við munum finna ræða málin.“

„Við áttum erfiða byrjun en náðum að vaxa og dafna sem lið og einstaklingar. Það eru mörg lið sem berjast um fjögur efstu sætin þannig þetta er mikil viðurkenning fyrir liðið,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner