Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 28. maí 2023 13:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vlahovic ekki með í stórleiknum
Mynd: EPA

Tímabilið hefur verið mikill rússíbani hjá Juventus á þessari leiktíð en liðið getur misst af Meistaradeildarsæti í dag.


Liðið mætir AC Milan og óhagstæð úrslit þýða að Juventus er fallið úr leik í baráttunni um topp fjögur sætin.

Það er mikið áfall fyrir liðið að markaskorarinn Dusan Vlahovic verður ekki með í dag þar sem hann meiddist á læri á æfingu í vikunni.

Paul Pogba, Leonardo Bonucci, Kaio Jorge og Nicolò Fagioli eru einnig frá vegna meiðsla en Juan Cuadrado og Danilo snúa til baka eftir að hafa tekið út leikbann.


Athugasemdir