Deco íþróttastjóri Barcelona segir að félagið sé hrifið af Marcus Rashford, framherja Manchester United, og vængmanninum Luis Díaz hjá Liverpool.
Í vikunni hefur verið fjallað um áhuga Börsunga á Díaz og þá var Rashford orðaður við katalónska stórliðið í janúar, áður en hann fór til Aston Villa á láni.
Í vikunni hefur verið fjallað um áhuga Börsunga á Díaz og þá var Rashford orðaður við katalónska stórliðið í janúar, áður en hann fór til Aston Villa á láni.
Ekki er vitað hvort Liverpool sé tilbúið að hlusta á tilboð í Díaz, sem á tvö ár eftir af samningi sínum, en Rashford er falur fyrir um 40 milljónir punda.
„Við erum hrifnir af Luis og Rashord, og fleiri leikmönnum. Þegar við förum á leikmannamarkaðinn þá eru nöfn sem við þekkjum vel og gæti styrtk liðið," sagði Deco í útvarpsviðtali á Spáni.
Hann segir að forgangsatriði hjá félaginu sé þó að endurnýja við leikmenn á borð við Lamine Yamal, Pedri og Gavi.
Athugasemdir