Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. júní 2021 08:45
Elvar Geir Magnússon
Griezmann orðaður við City - Liverpool hefur áhuga á Coman
Powerade
Gæti Antoine Griezmann farið til Man City?
Gæti Antoine Griezmann farið til Man City?
Mynd: Getty Images
Kingsley Coman.
Kingsley Coman.
Mynd: Getty Images
Ben White.
Ben White.
Mynd: Getty Images
Bellingham, Griezmann, Kane, Lingard, Coman, Bellerín og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það safaríkasta í ensku götublöðunum.

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham mun skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Borussia Dortmund á átján ára afmælisdeginum sínum á morgun. (Sun)

Manchester City gæti snúið sér að franska sóknarmanninum Antoine Griezmann (30) hjá Barcelona sem varakost ef ekki næst að landa Harry Kane (27) frá Tottenham. (Fichajes)

Manchester United hefur boðið Jesse Lingard (28) nýjan þriggja ára samning en West Ham vill fá hann í sínar raðir. (Mirror)

Liverpool hefur áhuga á franska sóknarmanninum Kingsley Coman (25) hjá Bayern München og hefur verið í sambandi við umboðsmann hans. (Sport 1)

Inter hefur haft samband við umboðsmenn Hector Bellerín (26) hjá Arsenal. Ítalska liðið vill fá hann til að fylla skarð Achraf Hakimi. (Gianluca di Marzio)

Granit Xhaka fór langt með að staðfesta á fréttamannafundi að hann væri á leið frá Arsenal til Roma. (90 min)

Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey (30) vonast enn til að eiga framtíð hjá Juventus og er ekki að reyna að komast burt frá Tórínó. (Sky Sports)

Manchester United mun hitta umboðsmenn franska miðjumannsins Eduardo Camavinga (18) hjá Rennes í næstu viku. (RMC)

Felipe Anderson (28), miðjumaður West Ham, gæti verið á leið aftur til Lazio eftir að félagið opnaði viðræður um að kaupa Brasilíumanninn að nýju. (Mail)

Borussia Dortmund hefur áhuga á að fá enska sóknarleikmanninn Noni Madueke (19) hjá PSV Eindhoven í staðinn fyrir Jadon Sancho sem er líklega á leið til Manchester United. (Ruhr Nachrichten)

Roger Schmidt, stjóri PSV Eindhoven, viðurkennir að hollenski sóknarmaðurinn Donyell Malen (22) sé líklega á förum í sumar. Liverpool er meðal félaga sem hafa áhuga á honum. (NOS)

Southampton er nálægt því að ganga frá kaupum á franska varnarmanninum Romain Perraud (23) frá Brest og hefur einnig áhuga á sóknarmanninum Adam Armstrong (24) hjá Blackburn. (Athletic)

Tveimur árum eftir að hafa hafnað Arsenal þá gæti Dennis Praet (27), miðjumaður Leicester og Belgíu, gengið í raðir félagsins í sumar. (Express)

Ben White (23), varnarmaður Brighton og Englands, segist ekki vita hvað sé satt í sögusögnum um að hann sé mögulega á leið til Arsenal fyrir 50 milljónir punda. (TalkSport)

Arsenal hefur áhuga á portúgalska miðjumanninum Renato Sanches (23) og hefur beðið franska félagið um að láta sig vita af þróun mála varðandi hans stöðu. (90 min)

Liverpool hefur hafnað tilboði frá svissneska félaginu Basel í kanadíska framherjann Liam Miller (21). (Goal)

Spænski miðjumaðurinn Marcos Llorente (26) segist ánægður hjá Atletico Madrid og hyggst vera áfram hjá félaginu. (AS)

Manchester United gerði tilboð í franska miðvörðinn Jules Kounde (22) sem Sevilla hafnaði. (Express)

Nýliðar Brentford eru að fá Joe Worrall (24), varnarmann frá Nottingham Forest, en þeim mistókst að krækja í Taylor Harwood-Bellis frá Manchester City. (Sun)

Burnley er að fá skoskan miðjumann, Ciaran Dickson (19), frá Rangers. (Sun)

Scott Parker (40) mun yfirgefa Fulham í vikunni og taka við Bournemouth. Jonathan Woodgate (41) hefur fengið þau skilaboð frá Bournemouth að samningur hans verði ekki endurnýjaður. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner