Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 28. júní 2021 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe sendir frá sér yfirlýsingu: Mér þykir þetta leitt
Kylian Mbappe klúðraði síðustu spyrnu Frakka
Kylian Mbappe klúðraði síðustu spyrnu Frakka
Mynd: EPA
Franski framherjinn Kylian Mbappe sendir frá sér yfirlýsingu nú seint í kvöld eftir að Frakkland datt út úr 16-liða úrslitum Evrópumótsins.

Mbappe var í byrjunarliði Frakklands og spilaði allan leikinn. Hann fékk það hlutverk að taka fimmtu spyrnu Frakka í vítaspyrnukeppninni gegn Sviss.

Yann Sommer varði spyrnuna og Sviss því áfram í 8-liða úrslitin þar sem liðið mætir Spánverjum.

Mbappe átti undarlegt mót. Hann skoraði ekki mark á mótinu og var í sárum sínum eftir leikinn í kvöld en hann sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu.

„Það er erfitt að snúa við blaðinu. Sorgin er mikil eftir þessi úrslit og við náðum ekki markmiðum okkar. Mér þykir leitt að hafa klúðrað þessari spyrnu. Ég vildi hjálpa liðinu en það mistókst. Það verður erfitt að sofna í kvöld en þetta eru áhætturnar sem fylgja íþróttinni sem ég elska svo mikið."

„Ég veit að stuðningsmenn Frakklands eru vonsviknir en ég vil samt sem áður þakka ykkur fyrir stuðninginn og fyrir að hafa alltaf haft trú á okkur. Það mikilvægasta er að koma sterkari til baka úr þessu fyrir komandi áskoranir. Ég vil um leið óska Sviss til hamingju og óska þeim góðs gengis á mótinu,"
sagði í yfirlýsingu Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner