mán 28. júní 2021 23:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi um Svein Aron: Ég veit að körfuboltaliðið er að leita að leikmanni
Sveinn Aron Guðjohnsen
Sveinn Aron Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson var spurður út í þær sögusagnir að Sveinn Aron Guðjohnsen gæti verið á leið í Stjörnuna frá ítalska liðinu Spezia.

Greint var frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. „Sveinn Aron ku vera nálægt því að semja við Stjörnuna,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson sem er einn af sérfræðingum þáttarins.

Sveinn Aron er framherji sem lék sinn fyrsta A-landsleik í mars og bætti við þremur í síðasta landsleikjaglugga. Hann var á láni hjá OB í Danmörku í vetur. Er hann á leiðinni í Stjörnuna?

„Ekki allavegana í fótboltaliðið, ég veit að körfuboltaliðið er að leita að leikmanni, ég veit það ekki. Ég hef ekki trú á öðru en að Sveinn verði áfram erlendis. Hann er góður leikmaður. Það væri gaman að fá Svein ef hann er á leiðinni heim en eins og staðan er í dag þá er hann ekki að koma."

Hafiði sent einhverja fyrirspurn eða eitthvað svoleiðis?

„Ég bara get ekki svarað þessu," sagði Toddi að lokum.

Fréttaritari sendi fyrirspurn á Svein Aron sjálfan í dag en Sveinn vildi ekki tjá sig.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.
„Ætla rétt að vona að það muni aldrei gleymast og menn læri af því"
Athugasemdir
banner
banner
banner