þri 28. júní 2022 10:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA fær danskan framherja (Staðfest)
Mynd: ÍA
ÍA hefur krækt í danskan framherja fyrir komandi átök í Bestu deild karla. Framherjinn heitir Kristian Ladewig Lindberg og kemur frá Nyköbing.

„Hann er 28 ára gamall sem spilaði í næst efstu deild í Danmörku og kom til okkar um daginn, heimsótti og æfði með okkur í fjóra daga þar sem við gátum skoðað hann og hann okkur," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, um nýja leikmanninn í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Lindberg er uppalinn hjá Nordsjælland en hefur einnig spilað með Lyngby, Roskilde og Nyköbing í Danmörku sem og Atletico Baleares á Spáni. Hann á þá að baki 41 leik fyrir yngri landslið Danmerkur.

Hann lék á sínum tíma undir stjórn Ólafs Kristjánssonar hjá Nordsjælland og var þá liðsfélagi Rúnars Alex Rúnarssonar og Guðjóns Baldvinssonar. Á síðasta tímabili í næstefstu deild í Danmörku tókst honum ekki að skora í þrettán leikjum.

Lindberg er ekki kominn með leikheimild samkvæmt vefsíðu KSÍ en það verður væntanlega allt klappað og klárt fyrir leik ÍA gegn Leiknis þann 4. júlí.
Jón Þór: Tvö skítamóment sem þeir skora úr
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner