Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 28. júní 2022 22:38
Þorsteinn Haukur Harðarson
Logi: Nýr Logi Tómasson mættur
Logi Tómasson
Logi Tómasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var fínn leikur sem Selfoss gaf okkur. Ég myndi segja að gæðin í okkar liði í dag hafi verið munurinn," sagði Logi Tómasson, leikmaður Víkings, eftir öruggan 6-0 sigur gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  6 Víkingur R.

Logi fékk höfuðhögg í leiknum og mætti í viðtalið með vafning um hausinn. "Ég var í skallabolta við einn strákinn í Selfossi og fékk bara skurð, en það er bara flott."

Logi lagði sjálfur sitt af mörkum í sigri Víkinga í kvöld en hann skoraði þrennu í leiknum. "Ég er mjög glaður með það. Þetta er fyrsta þrennan mín í meistaraflokksbolta svo það er bara mjög skemmtilegt."

Auk þess að spila fótbolta með Víkingum hefur Logi getið af sér gott orð sem tónlistarmaðurinn Luigi. Margir muna eftir því þegar hann gaf út lag eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Val fyrir nokkrum árum síðan. Við spurðum hvort að nýtt lag væri á leiðinni eftir þrennuna. 

"Nei. Ég er bara með fókus núna og nýr Logi Tómasson er mættur."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner