Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   þri 28. júní 2022 22:38
Þorsteinn Haukur Harðarson
Logi: Nýr Logi Tómasson mættur
Logi Tómasson
Logi Tómasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var fínn leikur sem Selfoss gaf okkur. Ég myndi segja að gæðin í okkar liði í dag hafi verið munurinn," sagði Logi Tómasson, leikmaður Víkings, eftir öruggan 6-0 sigur gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  6 Víkingur R.

Logi fékk höfuðhögg í leiknum og mætti í viðtalið með vafning um hausinn. "Ég var í skallabolta við einn strákinn í Selfossi og fékk bara skurð, en það er bara flott."

Logi lagði sjálfur sitt af mörkum í sigri Víkinga í kvöld en hann skoraði þrennu í leiknum. "Ég er mjög glaður með það. Þetta er fyrsta þrennan mín í meistaraflokksbolta svo það er bara mjög skemmtilegt."

Auk þess að spila fótbolta með Víkingum hefur Logi getið af sér gott orð sem tónlistarmaðurinn Luigi. Margir muna eftir því þegar hann gaf út lag eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Val fyrir nokkrum árum síðan. Við spurðum hvort að nýtt lag væri á leiðinni eftir þrennuna. 

"Nei. Ég er bara með fókus núna og nýr Logi Tómasson er mættur."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner