Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír leikmenn Man City á óskalista Chelsea
Zinchenko varð Englandsmeistari í fjórða sinn í vor.
Zinchenko varð Englandsmeistari í fjórða sinn í vor.
Mynd: Getty Images
Chelsea er sagt hafa mikinn áhuga á því að fá þrjá leikmenn frá Manchester City í sumar. Það eru þeir Raheem Sterling, Nathan Ake og Oleksandr Zinchenko.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hafa stjórinn Thomas Tuchel og eigandinn Tedd Boehly rætt sín á milli um möguleikann á því að kaupa alla þrjá frá City.

Chelsea vill þétta raðirnar varnarlega eftir brotthvarf Antonio Rudiger og Andreas Christensen í sumar.

Sterling gæti komið inn í sóknarlínuna fyrir Romelu Lukaku sem er á förum og City gæti þá reynt að losa Zinchenko þar sem félagið er að ganga frá kaupum á Marc Cucurella frá Birghton.

Zinchenko er 25 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við City. West Ham og Everton eru einnig sögð hafa áhuga á úkraínska landsliðsmanninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner