Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   mið 28. júní 2023 16:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert formlegt tilboð komið í Loga - „Það er ekki rétt"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er ekki komið neitt formlegt tilboð í Loga Tómasson leikmann Víkings. Þetta sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, við Fótbolta.net í dag.

Hrafnkell Freyr Ágústsson í Dr. Football segir frá því á Twitter í dag að samkomulag ríki milli Víkings og sænska félagsins Djurgården um kaupverð á Loga.

„Það er ekki rétt," sagði Kári og sagði engar viðræður í gangi við Djurgården. „En hvort þeir hafi áhuga get ég ekki sagt, þú þyrftir að heyra í mönnum hjá þeim með það."

En er formlegt tilboð komið frá einhverju félagi komið í Loga Tómasson? „Nei," sagði Kári einfaldlega.

Logi er 22 ára vinstri bakvörður sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Víkingur mætir Fylki í Bestu deildinni á morgun.

Kári um Loga fyrir 10 dögum síðan
„Logi hefur vaxið þvílíkt sem leikmaður, við neituðum tilboði fyrir tímabilið sem ég held að hafi verið mjög góð ákvörðun fyrir hans hönd - að bíða og þróast enn meira. Hann hefur svo sannarlega gert það á tímabilinu og er náttúrulega besti vinstri bakvörðurinn í deildinni. Það er bara tímaspursmál í rauninni hvenær eitthvað fer að koma inn á mitt borð, en ekkert formlegt komið ennþá. Maður heyrir ýmislegt, en það er ekkert komið á blaði og tekur því ekki að ræða um eitthvað sem er ekki niðurneglt."

Ef það kemur tilboð frá Norðurlöndunum í júlí, hvernig verður samtalið við Loga? Vitiði hvernig hann hugsar þetta í dag varðandi að klára mögulega tímabilið með Víkingi eða fara strax út?

„Það er samtal okkar á milli og í rauninni enginn fréttamatur hvernig það fer fram. Þessir strákar vilja allir fara út og auðvitað viljum við halda þeim sem lengst. Engu að síður viljum við þróa okkar leikmenn til þess að verða nógu góðir til þess að fara í atvinnumennsku. Það er það sem þetta snýst um ásamt því að reyna vinna alla leiki. Íslenska deildin er þannig að bestu mennirnir fara erlendis, það er eiginlega óumflýgjanlegt. Það er bara samtal okkar á milli. Kannski kemur eitthvað á miðju tímabili sem er of gott til að segja nei við," sagði Kári.


Athugasemdir
banner
banner
banner