PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   fös 28. júní 2024 21:39
Haraldur Örn Haraldsson
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Steingrímur Örn Eiðsson aðstoðarþjálfari KA var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði HK 2-1 í Kórnum.


Lestu um leikinn: HK 1 -  2 KA

„Fínt að ná í sigur, við þurfum að fara tína stigin og safna inn sigrum til að halda áfram að rísa upp töfluna, þannig það er bara mjög gott. Óþarfa paník og stress í restina, miðað við yfirburðina í leiknum."

KA hefur verið að spila betur, og betur í síðast liðnum leikjum og leikurinn í dag var engin undantekning.

„Við erum alltaf að verða líkari, og líkari sjálfum okkur og erum alltaf að verða betri, og betri. Það er kominn betri svona taktur í okkur allavega, bæði sóknarlega og varnarlega þannig þetta er allt að koma hjá okkur. Við erum bara á réttri leið."

Viðar Örn Kjartansson byrjaði sinn fyrsta leik í deildinni og átti mjög fínan leik.

„Hann er bara búinn að vera vaxandi núna með hverri einustu æfingu, í hverri einustu viku og er búinn að vera æfa mjög vel. Hann fer að setja inn slatta af mörkum núna, það kemur."

HK vildi fá víti seint í uppbótartíma sem hefði heldur betur verið dramatískt. Þeir fengu það hinsvegar ekki og Steini er ekki viss hvort honum fyndist þetta vera víti.

„Ég sá það svo sem ekki, þetta var einhver þvaga og ég held að það hafi ekki verið víti frekar við hefðum átt að fá víti í fyrri hálfleik. Þannig ég held þetta sé bara köll og reyna að fiska eitthvað held ég."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner